Uploaded by hshbbduhd

ritgerð

advertisement
Kvennaskólinn í Reykjavík
ÍSLE2MB05
Haustönn 2020
Kennari: Guðrún Erla Sigurðardóttir
Áhrif samfélagsmiðla á unglinga
Reykjavík. 29. September 2020
Sigurður Elvar Ólason
Samfélagsmiðlar er mikilvægur partur í lífi flesta fáir geta neitað því. Hérna á Íslandi nota
margir samfélagsmiðla á öllum kynslóðum. Unglingar eru örugglega aldurinn sem notar
samfélagsmiðla mest og finna mest fyrir áhrifum þeirra. Unglingar er sennilega mest á
samfélagsmiðlum vegna þess að þeirra kynslóð ólst upp alltaf með samfélagsmiðla og vegna
þess er þeir í mestu hættu við ofnotkun á þeim. Hversu mikið þarftu að vera á
samfélagsmiðlum og hversu mikil áhrif þarf að vera á lífi þínu til að það sé flokkað sem fíkn
eða hvort það sé einu sinni hægt að flokka þetta sem fíkn?
Hvernig á að skilgreina þetta og hvernig veistu að þú sért með fíkn. Er það mælt með
hversu miklum tíma þú eyðir á samfélagsmiðlum eða frekar hversu mikil áhrif
samfélagsmiðlar hafa á þig ? ,, En við reynum frekar að skoða hér hvort þetta sé að hafa áhrif
á lífið. Þegar þú ert farinn að minnka samskipti fyrir utan tölvuna, skipta hlutum út fyrir
tölvuna eða símann, þá þarf að stoppa og grípa inn í. ‘‘ (Viktoríu Hermannsdóttir, 2015).
Bandaríkja viðmiðin miðast frekar við tíma en áhrif til að segja til um hvort það sé vandamál.
(Viktoríu Hermannsdóttir, 2015). En það er erfitt að flokka þetta sem fíkn vegna þess að
þetta passar ekki 100% við það að vera fíkn. Frekar er talað um þetta sem ofnotkun netsins
vegna erfiðleika að skilgreina vandann.
Hversu lengi þú ert á netinu skiptir ekki öllu máli frekar hversu mikil áhrif netið hefur
á þig í mínu mati. Það er algengt að samfélagsmiðlar hafa slæm áhrif á sjálfsmynd fólks og
eykur þar að meðal stress. Oftast gerist það við stelpur vegna þess að stelpur eru frekar á
samfélagsmiðlum og drengir eru frekar í tölvuleikjum. Sjálfsmynd okkar versnar mögulega
vegna samfélagsmiðla vegna þess að þú sérð aðra lifa rosalega spennandi lífi og líta mjög vel
út. Það sem fólk tekur oft ekki til greina er hvað fólk lætur líf sitt líta mun meira spennandi en
það er og sýnir sig bara í góðu ljósi og jafnvel klippa eða breytir myndinni í forriti.
Samfélagsmiðlar og tölvuleikir eru ekki alslæmir og geta oft hjálpað fólki og stundum
bjargað því. Það er líka hægt að spyrja spurningar á samfélagsmiðlum eða leitað til hjálpar.
Það er oft litið á Tölvuleiki sem al neikvæðan hlut en það er ekki alltaf satt. Tölvuleikir hafa
hjálpað fólk fara í gegnum erfiðar stundir með því að spila með fólki, tala við fólk og eignast
nýja vini. Viðbragstími fólks sem spilar tölvuleiki er oft betri en hjá fólki sem spilar ekki og
það hjálpar líka fólki með að gera mikið í einu því það er svo mikið sem fólk þarf að spá í svo
mörgum hlutum.
Svefn er mjög mikilvægur og oft vegna tölvuleikja, samfélagsmiðla eða sónvarpsefnis
sofa unglingar minna en þeir eiga að gera,
Þar að auki getur mikil netnotkun valdið svefnvandamálum. Svefnleysi gerir mann ekki bara krónískt
þreyttan heldur er mikil hætta á ofþyngd og sykursýki. Mikil netnotkun getur einnig valdið þunglyndi.
Það er að segja að maður noti of mikinn tíma á samfélagsmiðlum sem á hinn bóginn getur haft slæm
áhrif á heilsu komandi kynslóða. ( Hermundur Sigmundsson, 2018).
Svefn er rosalega mikilvægur og það á ekki að líta á hann eitthvað öðruvísi en það. Það er
samt ekki bara að þeim langar bara ekki að fara að sofa og langa frekar að spila tölvuleiki eða
kíkja á samfélagsmiðla. Efnið sem lætur okkur vera syfjuð heitir melatonin og það efni byrjar
ekki að framleiðast í unglingum fyrr en um 23:00 og þá er það bara að byrja að framleiðast
miðað við hjá fullorðnu fólki byrjar það að framleiðast um 21:00. Þess vegna finnst mér svo
skrýtið að skólar hjá unglingum byrja svona snemma. Unglingar eiga að fá 8-10 tíma svefn
og flestir þeirra þurfa að vakna um 7 leitið og þurfa að sofna klukkan 23:00 en melatonin eru
þá bara rétt byrjuð að framleiðast. Fyrir unglinga að vakna klukkan 7:00 er eins og fyrir
fullorðna einstaklinga að vakna klukkan 5:00. Skólatíminn getur aukið stress hjá unglingum
og það eina sem þarf að gera til að laga það er að seinka skólatímann kannski bara um eina
klukkustund.
Stress er samt ekki bara valdið af slæmum svefn. Samfélagsmiðlar geta líka haft mikil
áhrif á stress ekki alltaf slæmt en oftast. Einelti er eitthvað sem er mun léttara að gera á
samfélagsmiðlum og það gerist oft að það er lagt einhvern í einelti á netinu. Það gerir það að
verkum að stress hækkar mjög mikið við að verða lagður í einelti það er líka mjög slæmt fyrir
sjálfmynd þína. Það þarf samt ekki að verða lagður í einelti til að auka stress á
samfélagsmiðum. Fólk er svo hrætt við hvernig fólk lítur á það er að kíkja hversu mörg
,,likes‘‘ eða ,,comments‘‘ þau eru með á síðasta upphlaði sínu. Það er bara margt í lífi
unglinga sem eykur stress samfélagsmiðlar, skóli og svefn. Við þurfum bara alltaf að passa
okkur.
Samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif mikil áhrif á okkur bæði slæm og góð. Það fer bara
eftir því hvernig þú notar þá. Verstu áhrifin er aukið stress og einelti en það eru líka góð áhrif
eins og ef einhver er að fara í gegnum erfiða tíma og eignast þá nýja vini eða bara fær að tala
við fólk og alls konar. Til að svara spurninguna um hvort þetta sé fíkn eða ekki. Það er
eiginlega ekki hægt flokka þetta sem fíkn frekar sem ofnotkun. Ofnotkun samfélagsmiðla
passar ekki alveg inn í það sem er flokkað sem fíkn. Það er sagt að til að það sé flokkað sem
ofnotkun þurfa samfélagsmiðlarnir að hafa slæm áhrif á líf þitt frekar en hversu mikið þú ert á
samfélagsmiðlum. Maður þarf bara alltaf að passa sig.
Reykjavík, 29. september 2020
Sigurður Elvar Ólason
Sigurður Elvar Ólason
Heimildir
Hermundur Sigmundsson. (2018). Unglingarnir okkar – sjálfsmynd, stress og
samfélagsmiðlar. Vísir. Sótt af https://www.visir.is/g/2018180709530
Teitur Guðmundsson. (2018). Sjálfsmynd og samfélagsmiðlar. Fréttablaðið. Sótt af
https://www.frettabladid.is/lifid/sjalfsmynd-og-samfelagsmilar/
Viktoría Hermannsdóttir. (2015). Há sjálfsvígstíðni meðal þeirra sem glíma við netfíkn. Vísir.
Sótt af https://www.visir.is/g/2015151039839
Download